Um okkur

Alfa Framtak

 

Alfa Framtak er óháður rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Fyrirtækið leggur áherslu á framtaksfjárfestingar og starfar samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfra sjóða nr. 45/2020.

Við viljum vera fyrsta val stjórnenda og athafnafólks. Sem samstarfsaðilar beitum við okkur með virkum hætti og höfum sveigjanleika til þess fjárfesta í fjölbreyttum fyrirtækjum, styðja við vöxt og leiða umbreytingar.

Gildi Alfa Framtaks eru árangur, orðspor og samvinna. Það skiptir félagið ekki aðeins máli að ná árangri, heldur einnig hvernig og með hverjum árangrinum er náð.

Gildin

Árangur. Orðspor. Samvinna.

Saga félagsins

 

Í kjölfar efnahagshrunsins voru Friðrik Jóhannsson og Gunnar Páll Tryggvason fengnir í umfangsmikil verkefni á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar. Þetta leiddi stofnunar Icora Partners árið 2010. Fyrirtækið starfaði fyrst og fremst á sviði fyrirtækjaráðgjafar ásamt því að vinna að virðisaukandi langtímaverkefnum á Íslandi, Danmörku, Lettlandi og Tékklandi.

Milli 2010 og 2017 lauk teymið við 20 verkefni. Umfang þessara verkefna nam samtals yfir 200 milljörðum króna. Meðal helstu verkefna var fjárhagsleg endurskipulagning á Hamé og Laima, en umrædd fyrirtæki eru leiðandi vörumerki í evrópskri matvælaframleiðslu. Fyrirtækið vann einnig að kaupum og sölu, fjármögnun og stefnumótun.

Árið 2018 urðu vatnaskil í rekstri fyrirtækisins þegar það setti framtakssjóð á laggirnar auk þess sem nafninu var breytt úr Icora Partners í Alfa Framtak.